Ertu að halda veislu og vilt vera með ógleymanlegan bar?
Við hjá Og natura bjóðum uppá úrval drykkja ss ginbar og tilbúnar kokteilblöndur . Hér færð þú hugmyndir en svo er einnig sjálfsagt að hafa samband og við setjum saman fyrir þig tilboð í stærri pakka.
Ginbar – Og natura býður upp á þrjár mismunandi tegundir af gini og blandi. Þetta er þægilegt á barinn eða til að útbúa sjálfsafgreiðslubar þar sem gestir fá að spreyta sig við að blanda sína eigin drykki.
Verðhugmynd miðast við 50 manna veislu er frá 50.000.-
Í þeim pakka er gin, bland, kokteilsýróp og sítrus í drykkina.
Tilbúnir kokteilar – Þú þarft ekki að kunna að blanda góða kokteila frá grunni, heldur getur þú verslað kokteilblöndurnar tilbúnar beint í glasið, það eina sem þarf að gera er að bæta klakanum við- einfaldara verður það ekki!
Og Natura býður upp á nokkrar tegundir kokteila. Vinsælustu drykkirnir eru Basil Gimlet, Moscow Mule og Mojito en einnig er hægt að panta aðra drykki eftir samkomulagi.
Tilbúnir kokteilar eru með um 9-12% alc og eru afhentir tilbúnir í brúsum.
5 lítra blanda 19.900.- (25-30 glös)
10 lítra blanda 36.900.- (50-60 glös)
20 lítra blanda 65.900.- (100-120 glös)
Við hlökkum til að heyra í þér í gegnum netfangið ognatura@ognatura.com og við setjum saman glæsilegan bar fyrir þína veislu.